Færsluflokkur: Bloggar

Tími á blogg....

Það er nú kominn tími á það að blogga eitthvað hingað inn.

Allt gott að frétta af okkur Árna.

Árni er að fara á eftir á Úlfljótsvatn þar sem hann verður þar alla helgina á yfingamótinu. Það stóð til að ég færi líka með honum en þar sem ég er að vinna alla helgina þá því miður kemst ég ekki...Frown

Annars fórum við á Úlfljótsvatn í gærkvöldi ásamt Svani og Ása að setja upp eldhústjaldið og gekk það bara vel. Við vorum nú soldið að slóra á leiðinni en við stoppuðum á hamborgara búllu Tómasar sem er uppáhaldsdtaðurinn hans Árna og borðum þar og vorum held ég ca: 1 klst. þar og vorum ekkert að flýta okkur. Við vorum svo loks kominn á Úlfljótsvatn um ca: 21:30 og vorum þar til ca:23:00. við keyrðum inn á Fossá og Svanur fór +í gegnum vatnasafarí-ið án þess að blotna og skuldar Arni núna Svani hamborgara því Árni sagði við Svan áður en hann fór í gegnum þrautina í safarí-inu að ef hann kæmist í geng án þess að blotna mynda hann gefa honum hamborgara og honum tókst það. Ási gerði tilraun til þess að komast yfir en hann þorði því ekki. Við vorum kominn heim í Keflavík um 00:30

Jæja læt þetta duga ekkert er að frétta annað af okkur.

Bæjó...

Aníta Ósk

ulfljotsvatn_merki


4 júní 2007

Hæ,hæ...

Ekkert er svo sem að frétta af mér. Ég er loksins búin að losa mér við þessa flensu en núna er ég bara með smá kvef og ekkert meir.

Í gærkvöldi lenti ég, Árni og Ási í "skemmtilegum" aðstæðum en við fórum út á sjó í brjáluðu veðri og ætluðum að ná í "bátaflak" sem var í Njarðvíkurhöfn og koma því í land en okkur tókst það ekki og enduðum við á því að þurfa að binda "bátsflakið" við grjótgarðin í Njarðvíkurhöfn.

Þið sem viljið vita meira um þessa ferð okkar talið þá bara við okkur en ég nenni ekki að útskýra þetta hérna á blogginu en ég get þó sagt ykkur eitt að ég er með hasperrur dauðans eftir þessa ferð.!!Undecided

Annars var að vinna í dag og lenti í slagsmálum við kaffikönnu og uppþvottavél... Ekki gaman rennblotnaði og hafði bara flíspeysuna mína til að vera í og ég var að kafna úr hita...

Eitt Bláa Lónið heitiri Bláa Lón því vatnið er blátt en í dag þegar ég mætti í vinnuna þá var vatnið GRÆNT því grænþörungarnir eru allir að koma upp núna eithvað skildi samt ekki alveg þegar það var verið að útskýra þetta fyrir mér en það var mjög fyndið sjá Bláa Lónið GRÆNT þegar það á að vera BLÁTT...

Læt þetta bull duga í mér í dag.

Bæjó...

Aníta Ósk


Veik...

Núna er ég heima með einhverja bévítans flensuSick og það er ekki gaman. Ég er með bullandi kvef, hósta, eyrnabólgu og hausverk.Frown Skemmtilegt eða þannig....Errm

Allavegana Sjóarinn síkáti í Grindavík alla helgina og var Árni í gæslu þar með Bj.suð í gær og dag en veit ekki hvort hann verður á morgun.Whistling

Var að vinna á föstudaginn en er í fríi framm á mánudag en þá fer ég að vinna aftur.Wink

Ætlaði bara að láta vita ég ég sé á lífi.Smile

Bæjó....

Aníta Ósk veika...‡


Afmæli!!

Í dag á hún María Lovísa mín afmæli og er hún 2 ára í dag og svo á hún Louisa Ósk líka afmæli í dag en hún 14 ára í dag. Innilega til hamingju með daginn elskurnar mínar!!Smile

20050928225600_6

Louisa Ósk

20070417212809_1
María Lovísa

Nýjar myndir

Myndirnar af Árshátíð Landsbjargar eru komnar inn á síðunna.

KV.Aníta


Það sem ekkert barn getur fært í orð.

A)  Ég bað ekki um að verða til og það er ekki víst, að ég geti orðið það barn, sem ykkur dreymdi um að eignast.Það er ekki einu sinni víst, að ég geti orðið það barn, sem vísindin kalla heilbrigt og eðlilegt.  Engu að síður vonast ég til, að ykkur geti þótt vænt um mig, því að án þess get ég ekki náð fótfest í tilverunniEf ykkur þykir ekki vænt um mig, sé ég engan tilgang í því að vera til, því ég er hrein og ómenguð tilfinningavera og kann ekki annað mál en mál tilfinninganna. 

B)   En hvernig sem ég er, þá er ég Sérstætt Undur Náttúrunnar.Það hefur aldrei verið til annað barn, sem er nákvæmlega eins gert og ég og það verður heldur aldrei til.Þess vegna getið þið aldrei lært neitt um séreðli mitt af bókum eða fræðimönnum, heldur bara það, sem ég á sameiginlegt með öðrum börnum svona í stórum dráttum. 

C)    Þið skuluð reyna að virða séreðli mitt, því það er hvorki á ykkar færi né mínu að breyta því.  En gruni mig, að ykkur falli séreðli mitt ekki í geð, get ég reynt að fara að breyta því til að þóknast ykkur.  En mér getur ekki liðið vel, ef mér finnst ég þurfa að lifa lífinu í andstöðu við mitt eigið eðli. 

D) Því miður get ég ekki skýrt séreðli mitt fyrir ykkur.  Þess vegna á ég alla velferð mína undir skarpskyggni ykkar og athygli.Það er svo auðvelt að horfa án þess að sjá og hlusta án þess að heyra og það er enn auðveldara að sjá bara það, sem maður býst við að sjá og heyra bara það, sem maður býst við að heyra.Ef þið festist í þeirri gildru, getur verið, að þið uppgötvið aldrei hvernig ég er í raun og veru eða hvers vegna ég bregst við eins og ég geri. 

E)  En þó að mig langi til að fá að vera bara svona eins og ég er, langar mig samt að geta þroskað þá hæfileika, sem ég hef hlotið í vöggugjöf.En til þess þarf ég á handleiðslu ykkar að halda.  Og það er ekki vandalaust verk.  Það er hægt að ýta svo á eftir mér, að mér verði á fótaskortur á hraðanum og ekki víst, hve vel mér gengur að rísa á fætur.  Á hinn bóginn getið þið líka verið svo hrædd um mig, að þið leyfið mér aldrei að spreyta mig nægilega til að ég geti haldið áfram að þroskast.Til þess þarf ég að minnsta kosti öðru hvoru og helst sem oftast, að fá að spreyta mig við efri mörk getu minnar- og það er skaðlaust, svo framalega sem þið hafið augun opin og fylgist með, hvenær ég er að þreytast, eða hvenær verkefnið er að vaxa getu minni yfir höfuð.Ef ég fæ ekki að spreyta mig, öðlast ég aldrei það öryggi, sem reynslan ein getur gefið, en séu verkefnin að staðaldri ofviða getu minni, missi ég kjarkinn og sjálfstraustið. 

F)   Að sjálfsögðu vil ég gjarnan fá að ráða.  Í rauninni langar mig mest til að sveigja allt og alla undir minn vilja.En þetta megið þið ekki leyfa mér, því að það er of hættulegt.  Þið verðið að passa mig fyrir hættum, því ég kann ekki að forðast hættu, því að það er mikilvægast.Siðfágunin getur beðið betri tíma.Ef ég finn, að ykkur þykir vænt um mig, vil ég ýmislegt fyrir ykkur gera, því að mér fer að þykja vænt um ykkur á móti.  Og ég get vel beygt mig og minn vilja undir ykkar vilja, svo framarlega sem reynslan sýnir mér, að ykkur er ávallt mín velferð efst í huga, þegar þið eruð að banna mér eða að aga mig, en látið ekki stundarduttlungana ykkar eða augnablikshagsmuni ykkar ráða ferðinni.Finni ég glöggt, að þið berið ávallt mína verferð fyrir brjósti, kemur fyrr eða síðar að því, að mér verður ljóst, að handleiðsla ykkar forðar mér frá glappaskotum, sem ég mundi gera, ef minn vilji réði einn.En ef þið viljið, að ég hlýði til þess eins, að þið getið sýnt vald ykkar yfir mér, er ekki víst, að ég verði svo mjög fús til samvinnu.Ég hlýði ykkur ef til vill að hræðslu, meðan þið sjáið til, en þið skuluð ekki búast við, að ég haldi því áfram, þegar, þegar þið eruð búin að snúa við mér bakinu.  Og þaðan af síður skuluð þið halda, að ég hlýði til þess eins að þið getið státað ykkur af því, hvað þið eruð góðir uppalendur.  Þá bíð ég bara eftir tækifæri til að verða ykkur til skammar, þegar næsti gestur kemur í heimsókn. 

G)  Og síðast en ekki síst, vil ég biðja ykkur að muna, að þið eruð fyrirmynd mín í tilverunni.Ég hermi eftir öllu, sem þið gerið, hvort sem það er gott eða vont.Það þýðir ekki fyrir ykkur að segja mér að gera eitt, ef þið gerið sjálf eitthvað allt annað.Ég tek ekki mikið mark á orðum og sérlega ekki, ef ég finn, að þau stangast á allt það, sem ég sé fyrir mér.Ég skil ekki einu sinni alltaf það, sem þið eruð að segja – en ég get alltaf hermt eftir því sem ég sé fyrir mér, hvort sem ég vil það eða ekki.Þess vegna skuluð þið aldrei gleyma þeirri einföldu staðreynd, en erfiðu, að það er ykkar eigin hegðun, sem mótar mig ÖLLU ÖÐRU FRAMAR.


kreisí helgi búinn..

Þessi helgi er búin að vera eitt stórt brjálæði í vinnunni hjá mér en ég byrjaði að vinna á föstudaginn og er búin að vera að vinna alla helgina og er ég nú kominn í 2 daga frí...Jibbbí..

Annars hótelið var full bókað alla helgina og þurftum við að þrífa öll herbergin en sem betur frer fóru sumir snemma svo álagið dreifðist svona nokkurnvegin nema í dag en þá fóru nánast allir um tólf og við þuerftum að vera búin að þrífa öll herbergin fyrir kl.2 í dag. En þetta reddaðist allt og vorum við búin rétt fyrir 2.

Annars var árshátíð Landsbjargar í gær og var hún mjög skemmtileg. Reyndar var ég bara í matnum og þegar skemmtiatriðin og fleira voru en ég fór þegar ballið byrjaði því ég þurfti að fara að vinna í morgun. Myndirnar koma inn á næstu dögum eða reyndar að segja um leið og ég nenni að setja þær inn.

Læt þetta duga í bili.

Bæjó...

Aníta Ósk


Vinna vinna vinna

Er á fullu að vinna í bjleikum, og árshátíð.

Vinna frammá nótt.

er farin yfirumm í vinnu.

Árni


Jæja jæja

Svaf aðeins of lengi í morgun. En hvað með það Til hamingju með vinnuna Aníta mín.

 

Árni Svefngengill 


Kominn með vinnu!!!

Sko furðuveran er barasta kominn með vinnu í sumar en ég fékk vinnu á hótelinu í bláa lóninu og verð að vinna þar í sumar....

 

Það fylgja nú ýmis fríðindi við það að vinna þarna og er það barasta fínt!!;) Ég verð að vinna á 2-2-3 vöktum sem þýðir að ég verð að vinna aðra hverja helgi sem er frábært því þá get ég notað hinar til að ferðast og fl.

Ekkert er annars að fréta nema að ég fór að skoða hótelið í dag og er það alveg hæfilega stórt en það eru 15 herbergi og allt á eini hæð sem er bara þægilegt. Svo er líkamsræktasalur og ýmislegt fleira þarna á hótelinu sem ég hef aðgang að er það bara næs....

Jæja læt þetta duga í dag..

Bæjó...

Aníta Ósk


« Fyrri síða | Næsta síða »

32 dagar til jóla

Aníta Ósk og Árni Freyr

Aníta Ósk og Árni Freyr
Aníta Ósk og Árni Freyr

Við erum tvær persónur sem heitum Aníta Ósk og Árni Freyr

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Tónlistarspilari

Elton John - Can you feel the love tonight

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband