Bloggfærslur mánaðarins, júní 2007
Þriðjudagur, 26. júní 2007
Það er að kvikna í
Það kviknaði í á Nesvöllum (vinnuni minni) í dag um 15:00.
Eldurinn kviknaði útfrá rafmagnstöflu i kjallara hússins, slökkvistarf gekk vel.
Kallaði Sigmundur á mig og bað um smá aðstoð með slöngurnar og leiðsögn um húsið og gefa upp einnig staðsettningu brunans.
Annas allt gott að frétta.
Árni Slökkviliðsmaður
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 25. júní 2007
Skyndihjálp borgar sig
Það borgar sig að læra grunnatriðin í skyndihjálp.
Árni heldur því framm að það sé stór hættulegt að fara í sund en það er það EKKI. Maður setur bara kúta á börnin og fylgjist vel með þeim. Ég veit að það getur alltaf komið slys eins og það gerðist í þessu tilviki og ætla ég ekkert að segja neitt um það því þegar ég var ca. 2 ára hljóp ég út í djúpulaugina í sunndlauginni hér í Kef. og mamma og pabbi voru að fylgjast með mér en ef gamla settið lítur ekki við manni í 1 sek þá getur svona gerst því þetta gerist svo hratt... Get alveg staðfest það.
Annars Svandís er að fara að keppa í sundlauginni á Akureyri um helgina á AMÍ og vona að hún kunni að synda nógu vel því það verður um ca 400 - 500 keppendur á mótinu og jafnvell fleiri.
Bæjó...
Aníta Ósk
Sex ára dreng bjargað frá drukknun í Sundlaug Akureyrar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagur, 25. júní 2007
25 júní 2007
Hæ,hæ
Allt fínt er að frétta af mér. Núna er ég í fríi til 7 júlí en þá fer ég að vinna aftur.;)
Á miðvikudaginn fer ég til Akureyrar og hlakka mér geggt til. Svandís er að fara að keppa á AMÍ(Aldursflokka Mót Ísland) um helgina á Akureyri og ég ætla að reyna að hitta Guðrúnu frænku mína en hún býr á Akureyri ásamt kærasta sínum!;)
Áðan var ég hjá Tannlækni en hann var að skemmta sér við það bora í tennurnar mínar;) hehe en hann var að fylla upp í einhverjar skorur veit ekki hvað það er allmennilega en mér skilst að það séu of djúpir jaxlar eitthvað.
Í gær fór ég í bláa lónið eftir að ég var búinn að vinna og komu Andrea, Svandís og mamma líka og vorum við í ca.1 og 1/2 klst. Við vorum með lónið út af fyrir okkur en það er nefnilega lokað á sunnudögum í heilsulindinn en starfsfólk má þá bara fara ofaní en ekki almenningur.
Hef ekki frá meiru að segja.
Bæjó...
Aníta Ósk
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Föstudagur, 22. júní 2007
Shrek og RVK.
Það er nú kominn tími til að blogga kanski eitthvað.
Núna áðan var ég á Shrek myndinni með Svandísi, Hildi og Lilju Maríu og var myndin bara fín. Reyndar var myndin á íslensku en ég lét það ekki skemma það fyrir mér. Ég horfi bara á myndina á ensku þegar hún kemur á DVD.
Annars fór í RVK í gær með mömmu og Svandísi en við fórum í Kringluna, Smáralind og Glæsibæ. Svandís keypti sér Tevur og ég ætlaði líka að kaupa mér Tevur en það var ekki til í minni stærð og kemur ný pöntun í næstu viku og þá ætla ég að kaupa mér Tevur.
Fyrir ykkur sem ekki vitið hvað Tevur eru þá eru það eins konar göngu sandalar svona nokkurnvegin.
Í gær morgun var ég að passa Maríu og gekk það bara vel en við kúrðum saman upp í sófa og horfðum á Ávaxtakörfuna sem var fínt.
Hef nú ekki frá neinu sérstöku að segja. Jæja ætla ekki að hafa þetta lengra í bili.
Bæjó..
Aníta Ósk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Sunnudagur, 17. júní 2007
Hæ hó og jibbí jey það er kominn 17 júní
Bara kominn 17 Júní....
Dagurinn er búin að vera fínn. Ég var fánaberari í skrúðgöngunni í dag hér í Keflavík. Skrúðgangan gekk bara ágætilega.
Eftir að skrúðgangan var búinn þá hitti ég mömmu, pabba, Ragnheiði, Sigga og Maríu Lovísu og svo fór ég upp í skátahús með Árna og Guggu að skila fánanum. Þegar ég var búinn að skila fánanum fór ég heim og skiptti um föt og svo fór ég í Rvk. með mömmu og pabba og við röltum í geggnum Hljómskálagarðinn og fórum á Cafée Paris og var það bara ágæt síðan löbbuðum við upp Austurstræti og smá part af Laugaveginum og svo Skólavörðustíg og enduðum upp á Barnaspítala Hringsins en vinkona hennar mömmu er að vinna á Bráðamótöku Barna og það var ekkert að gera hjá henni svo hún bað mömmu um að hitta sig á spítalanum.
Svona er 17 Júní búinn að vera hjá mér.
Þegar ég kom heim grillaði pabbi svínalundir og var það bara vel heppnað.
Dagurinn hjá Árna var nú ekki eins og hjá mér. Árni byrjaði daginn á því að standa heiðirsvörð í YtriNjarðvíkurkirkju og þegar það var búið var hann fánaberi í skrúðgöngunni og eftir skrúðgönguna var hann með fánahylling á svðinu i skrúðgarðinum. Þegar þetta var allt búið kom hann með mér að tala við mömmu og pabba og svo fórum vi saman upp í skátahús með fánanna. Þegar hann var búinn að skila fánunum þá keyrði hann mig heim og fór svo niður í skrúðgarð og hitti Jóa þar og var á flippi þar í einhverntíma og svo fór hann í mart hjá Soffíu ömmu hans og fékk hangikjöt og tilheyrandi.
Núna erum við hér heima hjá mér og erum spá í að kíkja út ef við nennum.
Hef ekki frá meira að segja í dag.
Bæjó...
Aníta Ósk
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:38 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. júní 2007
HAHAHA
Æjj æjjj Árni minn skilurðu mig ekki??? Þú getur svo sem ekkert sagt ég skil þig ekkert heldur.
Sættu þig við vandamálið. Þessu færðu ekki breytt.
Ef við erum í tungamála erfileikum til að skilja hvort annað þá er ekkrt annað til boða en að læra tungumál hvors annað.
Læt fylgja með orðabók konunar.
...Orðabók konunnar ;0)...
Við verðum = Ég vil
Þú ræður = Þér ætti að vera orðið ljóst hvað ég vil
Gerðu það sem þú vilt = Ég næ mér niður á þér síðar
Við þurfum að ræða saman = Ég þarf að leggja fram nokkrar kvartanir
Ég er ekkert æst = Auðvitað er ég æst, fávitinn þinn
Ég er ekkert tilfinningasöm
Ég er ekki að gera úlfalda úr mýflugu = Ég er á túr
Slökktu ljósin = Ég er ekki sátt við sjálfa mig
Bílinn er að verða bensínlaus = Farðu og fylltu tankinn
Ruslapokinn er fullur = Farðu út með ruslið
Hundurinn er að gelta = Farðu fram úr og athugaðu hvort eitthvað sé að Okkur vantar ný gluggatjöld = ...og parket og málningu og húsgögn og teppi...
Mig vantar nýja skó = Ég kann ekki lengur við hin 40 pörin
Þú verður að læra að tjá þig = Vertu bara sammála mér, það er auðveldara Ertu að hlusta = Of seint, þú ert búinn að vera
Þetta er allt í lagi = Þú færð að borga fyrir þetta síðar
Já = Nei
Nei = Nei
Kannski = Nei
Fyrirgefðu = Þú átt eftir að sjá eftir þessu
Hvernig finnst þér maturinn = Það er fljótlegt að búa þetta til svo það er best fyrir þig að venjast honum
Var barnið að gráta = Drullaðu þér á lappir og sinntu barninu
Ég er ekki að öskra = Ég er að öska af því það er mikilvægt sem ég er að segja
Elskarðu mig? = Ég er rétt bráðum að fara að biðja þig um nokkuð sem kostar drjúgan pening
Hvað elskaður mig mikið? = Ég gerði nokkuð í dag sem þú átt eftir að hata mig fyrir
Ég verð enga stund = Farðu úr skónum og komdu þér vel fyrir fyrir framan sjónvarpið á meðan þú bíður
Er rassinn á mér siginn? = Segðu mér að ég sé falleg
Baðherbergið er svo lítið að maður kemst þar varla fyrir = Ég vil nýja íbúð Við ætlum bara að kaupa súpuskálar =Ég þarf líklega ekki að taka það fram að við munum líka kíkja við í nokkrum fatabúðum, líta við í snyrtivöruverslunum og svo var ég að frétta að það væru komnar nýjar vörur í búsáhaldadeildina og að það væri útsala í sængurfatadeildinni og Ó, guð, hvað þessi bleiku rúmföt færu vel við svefnherbergið ef við myndum mála það í stíl og skipta um gluggatjöld
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. júní 2007
Túlkur óskast
Ég Heiti Árni og er hress sem fress, pinu vittlaus, ein og ein heilaseila hér og þar í gangi í einu.
Ég óska eftir túlki sem er mjög fær, ég er stundum í vandræðum með að skilja ástina mína.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Föstudagur, 15. júní 2007
!?!?!?!
Við vorum að horfa á Kastljósið á RÚV og þar var viðtal við gamlar konur út af kvennahlaupinu og ein sagði að það leiðinlegast við það að vera orðin gamall er að þá yrði hún að hætta að vinna og eftir að viðtalið var búið sagði Árni: "Það er bara best að vera ungur og vittlaus og vera að vinna"
Já langaði bara að koma þessu að .
Bæjó...
Aníta Ósk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur, 14. júní 2007
14 júní 2007
Hæ,hæ..
Ekkert er að frétta af mér. Er núna í 10 daga fríi í vinnunni en ég fer að vinna aftur 20 júní.
Það nýjast nýtt að frétta af mér er það að ég verð fánberari á 17 júní en skrúðgangan fer frá skátaheimilinu við Hringbraut þetta árið en ekki frá kirkjunni eins og hefðin er.
Annars fór á Jamboore fund inn í hafj. í gær og gekk hann bara mjög vel. Við fengum alveg fullt af upplýsingum um ferðina og fengum að sjá loftmynd af svæðinu og þetta er alveg hjúts svæði. Að þessu sinni er mótið haldið í Englandi og fer ég út á mótið 27 júlí ogkem heim 12 ágúst, sem sagt ég verð í 16 daga úti og er það basra fínt. Fljótlega eftir að ég kem heim er Menninganótt í RVK. og svo byrjar skólin líka fljótlega eftir það.
Annars ekkert að frétta.
Læt þetta duga í dag.
Bæjó...
Aníta Ósk
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Þriðjudagur, 12. júní 2007
Loksins Loksins :)
ksins er ég kominn heim og vaknaður.
Er Búinn í vinnu í dag, í gær svaf ég bara til um 20:00 og fór þá að ná í bílinnn minn sem var fyrir utan bj hús, síðan lá leið heim til Anítu að sækja símann, síðan ór ég Til elskunnar minnar þar sem hún var að passa hana Maríu Lovísu, fór svo heim að sofa en það var ervitt að vakkna í morgun sökum þreitu, í köld á að fara að skima eftir likklum sem eru í bj húsi.
Bæjó Árni sjó
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Tónlistarspilari
Tenglar
Ýmsar síður
Ýmsar síður...
- Jamboree sveitin Eldey Jamboree sveitin Eldey
- BÍS Bandalag Íslenskra Skáta
- Heiðabúar Skátafélagið Heiðabúar
- Bj.Suð. Björgunarsveitin Suðurnes
- NFS Nemendafélag fjölbrautaskóla suðunesja
- FS Fjölbrautaskóli Suðunesja
(;!!Litlu börnin!!;)
Síður hjá litlum vinum og ættingjum
- Suðunesjabörn Síður hjá börnum sem búa á suðunesjum
- Bryndís Eva Stór hetja - minning
- María Mist
- Natalía Sól
- Emilía Rakel Hetja
- Aron Birgir
- Barði Freyr
- Birgir Hetja
- Huginn Heiðar Hetja
- Stella Bergrán
- María Lovísa
Bloggarar
Blogg síður vina og ættingja
- Árný Hildur Síðan hennar Árnýjar (minning)
- Elísabet Síðan hennar Elísubetar
- Matthildur
- Kolla og Bjarki
- Guðný R.
- Bebba og Hjölli Foreldrar Bryndísar Evu
- Andrea Björg
- Björg Ásta
- Hildur Emma
- Magga Jóna
- Helga María
- Beta, Birna og Helga
- Sveinbjörg Anna
- Árni Freyr Síðan hans Árna
- Aníta Ósk Síðan hennar Anítu Ósk